150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

skattar á lægstu laun.

[10:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin. Einfalda spurningin er þessi: Vildi ég hækka skatta á þá sem eru á 1 millj. kr. launum? Nei, en af hverju í ósköpunum þarf að lækka þá? Gefðu okkur skýringu á því hvers vegna þessir einstaklingar þurfa að lækka. Ég er á þessum launum, ég þarf ekki að lækka, ég hef ekki þörf fyrir það. Hvers vegna í ósköpunum er lækkunin ekki færð niður til þeirra sem virkilega þurfa á henni að halda?

Ég spyr þá ráðherra: Treystir hann sér til að lifa á útborguðum lágmarkslaunum, 230.000 kr. á mánuði? Treystir hann sér til þess? Heldur hann virkilega að fólkinu sem er þarna úti og lifir á þessum launum sé ekki sama um prósentuhækkun eða annað í þessum málum? Þetta fólk borðar ekki prósentur, það þarf hreinlega krónur til að lifa af og 230.000 kr. eru nálægt því að vera það sem er meðaltalið hjá mörgum í leigu á mánuði. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að fara að því að borga leigu og lifa á þessum launum?

(Forseti (SJS): Forseti minnir hv. þingmenn á að beina máli sínu til forseta eða salarins og ávarpa ekki aðra þingmenn í 2. persónu.)