ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Virðulegi forseti. Það kemur vel fram í frumvarpinu að svartur ljósleiðari sé utan þessa hugtaks, efnislegt grunnvirki, en hins vegar er í 11. gr. reglugerðarheimild þar sem segir að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara. Í c-lið er talað um að mannvirki og efnisleg grunnvirki séu undanþegin aðgangi og samhæfingu og um málsmeðferð við ákvörðun slíkra undanþágna. Fyrir mér hljómar þetta eins og hægt séð að setja svartan ljósleiðara undir reglugerð sem er ekki innan laganna sem slíkra og fara í raun dálítið fram hjá því sem er kannski markmiðið með lögunum í innleiðingunni. Mig langar alla vega að fá aðeins nánari skýringu á því hvort mögulegt sé að ná svarta ljósleiðaranum inn í þetta lagaumhverfi með reglugerð og fara fram hjá þinginu með það, og þá fram hjá tilskipuninni.
Örstutt í lokin: Hefur ráðherrann kannski áhyggjur af því að ákveðinn flokkur fari í málþóf út af þessu þar sem þetta er eiginlega nákvæmlega eins og annað mál þar sem talað var í gríðarlega marga klukkutímum á þingi? Einkvæmur stafrænn markaður, það var hluti af andstöðunni í öðru máli. Ég hef engar áhyggjur af því en er að velta því fyrir mér hvort hæstv. ráðherra hafi þær.