150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.

122. mál
[11:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er algerlega sammála því og það er mjög gott að fá þessi orð inn í nefndarvinnuna um reglugerðarheimildina. Ég held að það væri ráð að gera það skýrt í nefndaráliti hvað þetta varðar, afmörkun reglugerðarheimildarinnar. Það þarf að vera skýrt hvernig svarti ljósleiðarinn passar þarna inn í og hvað var helst deilt um varðandi frumvarpið á síðasta þingi. Það var að vísu komið í það ástand að það hefði örugglega getað klárast síðast. Ég veit ekki alveg af hverju það gerði það ekki en þetta ætti mín vegna að geta flogið í gegn.

En þrátt fyrir að hitt frumvarpið hafi verið í sama stíl og þetta varðandi hag hins almenna borgara var samt farið í málþóf, eins og hæstv. ráðherra sagði, þannig að það er aldrei að vita. Ég er alveg sammála hæstv. ráðherra hvað það varðar. Ég hlakka til að taka við þessu í nefndinni.