150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.

122. mál
[11:41]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Á síðasta þingi var heilmikil vinna lögð í þetta mál af hendi þingsins og umhverfis- og samgöngunefndar, það var langt komið, og ég þakka fyrir þá vinnu. Í þeirri vinnu skiluðu allir aðilar umsögnum. Það sem hefur kannski breyst síðan við vorum að fjalla um það er að þar vorum við að horfa til þess hvort mögulegt væri að hafa þennan svarta fíber-þráð ljósleiðarans hluta af þessu en nú eru komnar skýrari línur hvað það varðar og við höfum fallið frá slíkum hugmyndum. Við getum upplýst nefndina með greinargóðum hætti um af hverju það er, með frekari upplýsingum. Það ætti að hjálpa nefndinni til að geta klárað þetta mál hratt og vel.