150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

varnarmálalög.

11. mál
[14:53]
Horfa

Flm. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við þetta að bæta. Ég er í raun kominn út í það sem ég ætlaði kannski ekki að gera, að ræða afstöðu til aðildar að Atlantshafsbandalaginu. Eins og ég hef sagt finnst mér hún engu máli skipta þegar að þessu máli kemur. Ég ætla að ítreka aftur þakkir mínar til hv. þingmanns. Ég ætlast ekki endilega til að hann komi upp og svari mér ef hann vill sleppa við það. Ég er alveg sérstaklega ánægður með að fá þingmenn Samfylkingarinnar í umræður um þessi mál, af því að mér hefur þótt það og sýnst í sumar og haust í umræðum um uppbyggingu á Miðnesheiði að þeir hv. þingmenn hafi miklar skoðanir á því. Þess vegna fagna ég því að þingmenn taki þátt í umræðunni.