150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

grunnskólar.

16. mál
[18:26]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar mig aðallega að þýfga hv. flutningsmann um nokkrar tölur sem mér hefði þótt gagnlegt að hafa með málinu. Í fyrsta lagi er hér verið að lækka lágmarksframlag sveitarfélags til sjálfstætt starfandi skóla. Veit þingmaðurinn hvort sveitarfélög séu almennt bara að uppfylla lágmarkskröfuna eða hvort raunveruleg framlög sveitarfélaga séu einhver önnur en þau 75% eða 70% sem eru í gildandi lögum? Þetta er hið fyrra. Hið síðara er hvort hafi verið slegið á umfang þessarar breytingar, hvaða upphæðir sé um að ræða sem sveitarfélög þyrftu að leggja til sjálfstætt starfandi skóla ef þessi 15 prósentustiga hækkun með hverjum nemanda kæmi til framkvæmda.