150. löggjafarþing — 8. fundur,  23. sept. 2019.

fjölmiðlanefnd.

[15:43]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr og greinargóð svör og fagna því mjög að endurskoða eigi þessi mál. Eitt af helstu hlutverkum okkar sem setjum lög er að standa vörð um tjáningarfrelsið. Eitt af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, sérstaklega í nútímanum, er að við þurfum að virða reglur og lög um tjáningarfrelsi, líka um eitthvað sem okkur hugnast ekki að sé sagt, þannig að það er mjög gott að heyra hve skýr hæstv. ráðherra er í máli sínu.

Þá er ágætt að spyrja út í fyrirhugaðar breytingar, hvort ráðherra telji í núverandi lögum eitthvað, annaðhvort núverandi fyrirkomulag varðandi 26. gr. eða eitthvað annað, geta á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsi.