árangurstenging kolefnisgjalds.
Virðulegi forseti. Ég skil spurninguna núna og grundvöll hennar aðeins betur og get tekið undir þessa nálgun. Ég skil betur hvað átt er við. Það eru markmið um samdrátt í notkun á jarðefnaeldsneyti og það rímar mjög vel við þessa tillögu. Þá væri það sérstakur undirþáttur heildarmarkmiðsins og væri bara mjög fínt. Í framhaldi af þeirri spurningu finnst mér mikilvægt að tekjurnar sem eru teknar af umhverfisgjöldum renni í nýsköpun og aðgerðir til að vega upp á móti þessum áhrifum og í þann kostnað sem við komum til með að sjá á næstu árum vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar. Að ávinningurinn eða tekjurnar sem við höfum af þessu renni í aðgerðir til þess beinlínis að koma í veg fyrir meiri losun. Ef við fáum inn milljarð þá reynum við að nota þann milljarð sem mest til þess að minnka tekjur af kolefnisgjaldinu í næstu umferð, nota hann í mjög virkar aðgerðir til þess að koma losun niður sem hraðast og sem fyrst. Það er mjög góð ábending að horfa á þetta svona og ég tek undir að þetta er nokkuð sem væri vert að skoða.