150. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2019.

endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt.

32. mál
[13:06]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið en ég spyr á móti: Af hverju er verið að gera lítið úr því starfi sem hefur verið unnið og þeim verkefnum sem eru í gangi? Telur hv. þingmaður ekki að þessi verkefni komi til með að ná þeim markmiðum sem færð eru fram í þessari þingsályktunartillögu? Það sem skiptir máli og ég hef verið að benda á er að ég held að það sé miklu frekar að draga fram það sem vel hefur verið gert en að gera lítið úr því. Bændur hafa sannarlega allan hag af því að landið sé vel uppgrætt — en líka við öll hin, neytendur. Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar eru algerlega í samræmi við það. Þannig að ég held að það sé fullt af verkefnum sem hægt er að lyfta betur upp og vinna að þegar kemur að þessum markmiðum.