150. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2019.

fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.

128. mál
[15:51]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fínustu svör. Ég hef í sjálfu sér engar frekari spurningar. Þetta var bara vinkill sem ég fór að velta fyrir mér undir framsögu hv. þingmanns. Það má kannski segja að mikið af þeim rökum sem hv. þingmaður tiltók andspænis þessari spurningu eigi við um ýmsar aðrar spurningar sem voru bornar upp í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vildi bara þakka hv. þingmanni fyrir að svara þessum hugleiðingum mínum. Hann ræður því hvort hann kemur hingað aftur upp.