150. löggjafarþing — 13. fundur,  8. okt. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[18:16]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Fyrir því er fyrst og fremst sú ástæða að lögfræðilegir ráðgjafar mínir telja mikilvægt að réttarstaða allra sé jafnt tryggð, bæði þeirra sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra sem eru látnir. Talið var að það yrði best gert með því að sett yrði sérstök heimild til að greiða út bætur sem næðu ekki aðeins til þeirra sem enn væru á lífi heldur til hinna líka, þ.e. aðstandenda þeirra sem væru látnir, þannig að ekki væri um að ræða almenna fjárheimild ríkissjóðs til að greiða út bætur eins og í venjulegum málum heldur væri með því tryggt að staða þessara aðila væri jafnsett. Það er ástæðan fyrir því að málið kemur inn í formi lagafrumvarps og að ekki var talið duga að beita eingöngu heimildum almennra laga um sakamál.