150. löggjafarþing — 13. fundur,  8. okt. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[18:21]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er heimild til að greiða bætur og horft er til þess í greinargerð hvar málið stóð. Æskilegast hefði verið að hægt hefði verið að fastsetja þá upphæð sem stóð í 759 milljónum í vor þegar við töldum að forsendur hefðu skapast til að fá slíka heimild, en svo var ekki. Það hefði verið æskilegast en auðvitað greiðir ríkið oft bætur án þess að það sé nákvæmlega vitað hverjar þær muni verða. Það liggur þá ekki algerlega fyrir en þær eru yfirleitt teknar af varasjóði ríkisins og koma ekki fram á fjárlögum eða fjáraukalögum.

Ég hef rætt þetta mál við fjármálaráðuneytið og hef ekki fengið endanlega úr því skorið hvort þar verði sóst eftir því að taka þetta úr varasjóði eða af fjáraukalögum.