150. löggjafarþing — 13. fundur,  8. okt. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[19:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þingið er með eftirlit gagnvart framkvæmdarvaldinu, það er ekkert flóknara en það sem ég er að benda á. Við erum með þetta mál undir höndum og það er ákveðið Schrödingers-mál um það hvað er rétt og hvað er ekki rétt. Það eina sem við gerum hér, hvað varðar eftirlit með framkvæmdarvaldinu, er að leggja til rannsóknarnefndir, að það fari allt í rétt ferli. Ef það skilar einhverjum niðurstöðum fari það inn í dómskerfið og allt í rétt ferli. Ég er ekki að segja af eða á um sekt eða sakleysi einstakra manna á neinu stigi þessa máls. Ég er að segja að það sé hægt að spyrja margra spurninga og að eðlilegt væri að þingið sinnti því hlutverki sínu sem eftirlitsaðili gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta er ekkert flóknara en það.