150. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2019.

meðferð sakamála.

170. mál
[17:32]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við munum sitja hjá við atkvæðagre iðslu um breytingartillögurnar og ýmist sitja hjá eða greiða atkvæði gegn frumvarpinu sjálfu efnislega af þeim sökum að við teljum að samræmi við stjórnarskrá hafi ekki verið rannsakað nógu vel, sérlega við eignarréttinn. Nú má vel vera að það sé allt í góðu með það en það getur einfaldlega ekki verið ljóst eftir svo grunna skoðun. Af þeim ástæðum komum við til með að ýmist sitja hjá eða greiða atkvæði gegn málinu.