150. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2019.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[18:53]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Já, ég get alveg tekið undir að það má kalla það hræsni hvernig við nálgumst þessi mál, eins og lyfseðilsskyld lyf, ólögleg fíkniefni og svo áfengi. Það er bara stórt vandamál. Eins og ég sagði áðan er þetta ekki eins einfalt í mínum huga og það var eins og málin hafa þróast síðustu ár og þess vegna set ég fyrirvara við þetta frumvarp. En mér finnst þetta mjög áhugaverð umræða sem við erum í núna og myndi glaður taka þátt í því ef við gætum leyst þetta í eitt skipti fyrir öll.