150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

ráðherrar til svara í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:32]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég leyfi mér að taka undir með bæði hv. þm. Halldóru Mogensen og um leið með forseta og hrósa hæstv. félags- og barnamálaráðherra fyrir að bregðast skjótt við. Engu að síður var ég kl. 9.50 eða svo að skoða hvaða ráðherrar væru til svara af því að það er sérstaklega eitt mál sem snertir NPA-þjónustuna sem virðist vera upp í loft og ég hefði gjarnan viljað fara yfir það með ráðherra. En ég er nú þegar búin að skrá mig í fyrirspurn til annars ráðherra sem verður sett fram á eftir þannig að um leið og ég hvet forseta til að reyna að koma betri brag á þessi mál segi ég takk við félagsmálaráðherra fyrir að bregðast hratt við.