150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

ráðherrar til svara í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:35]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Sá sem hér stendur er hálfpartinn farinn að sjá eftir því að hafa brugðist við beiðni þingsins um tíuleytið að mæta til óundirbúinna fyrirspurna vegna þess að það hefðu orðið forföll. Engu að síður var ég líka hér á mánudaginn í óundirbúnum fyrirspurnatíma þá og hefði haft gaman af því að svara fyrirspurnum hv. þm. Halldóru Mogensen um NPA-samninga og fréttir sem voru í morgun. Ég vonast til þess að fá einhverjar fyrirspurnir en ég get glatt þingmanninn með því að ég mun reyna að vera aftur í óundirbúnum fyrirspurnatíma strax eftir helgi. Það er gott að geta brugðist hratt við hjá þinginu og að það séu fyrirspurnir. Vonandi verða fleiri en við hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem fáum fyrirspurnir. Eins og ég segi er ég hálffarinn að sjá eftir því að hafa brugðist svona fljótt við en ég mun gera það hér eftir sem hingað til.