150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

ráðherrar til svara í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:37]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti leggur til að við höldum okkur við þá reglu sem er orðin föst í sessi, að óundirbúinn fyrirspurnatími sé lengri á mánudögum svo að sex komist að. Þetta er undirbúið þannig að í ríkisstjórn er tekið fyrir hverjir geti mætt og yfirleitt skráð viku fyrir fram. Eins og við þekkjum geta hins vegar orðið breytingar. Ráðherrar geta forfallast og þegar þannig háttar til, eins og gerði núna, að ekki nema tveir ráðherrar gátu komið sem áður höfðu verið tilkynntir inn, var farið í að athuga hvort þriðji ráðherrann gæti ekki bæst við. Eins og hefur komið fram brást hæstv. félags- og barnamálaráðherra vel við. Forseti tekur því ekki alveg undir það að um sérstakt skipulagsleysi sé að ræða, heldur er þvert á móti reynt að hafa þetta eins fyrirsjáanlegt og mögulegt er.

Ef ekki verða stærri vandamál sem menn þurfa að kvarta yfir á þinginu í vetur er forseti ánægður með það. (Gripið fram í.)