150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

aðgangur að gögnum úr Panama-málinu.

[11:11]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér finnst þetta vera sami samhengislausi málflutningurinn. Þegar talað er um að mál hafi þurft að fella niður vegna þess að rof hafi verið í samfellu rannsókna er auðvitað verið að vísa til þess að nýlega hafa fallið dómar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu sem gera kröfu til þess að menn þurfi ekki að sæta tvöfaldri refsingu, eða því að vera refsað í tvígang, og að ákveðin samfella þurfi að vera í málsmeðferðinni. Það sem getur ráðið úrslitum um hvort sektarálag komi á undan refsingu fyrir dómi er hversu mikil samfella hefur verið í rekstri málsins. Þar hefur sá armur dómsvaldsins og skattrannsóknarvaldsins verið að taka til skoðunar aðgerðir til að bæta úr. Það er auðvitað ekki gott að þetta skuli hafa verið svona, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka fyrir þá sem hafa þurft að sæta rannsóknum kannski í áratug (Forseti hringir.) eða hafa þurft að sæta tvöfaldri refsingu þannig að það varðar við Mannréttindadómstól Evrópu og þann sáttmála sem við höfum þar skrifað undir.

Hvernig væri að líta (Forseti hringir.) einhvern tímann á málin út frá réttindum borgaranna, eins og Pírötum er svolítið tamt að gera hér í ræðustól, (Forseti hringir.) og viðurkenna að þann þátt (Forseti hringir.) þarf líka að taka með?