150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

bygging hátæknisorpbrennslustöðvar.

86. mál
[14:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Núverandi ástand er dálítið erfitt og óásættanlegt þannig að könnun allra mögulegra leiða til að gera betur er eitthvað sem ég tek tvímælalaust undir. Þessi þingsályktunartillaga snýst um það og þess vegna er ég meðflutningsmaður að henni. Þó að til séu betri lausnir en hátæknisorpbrennslustöð er samt þó nokkuð mikið magn af sorpi sem nokkuð langt er í að hægt verði að nýta eða eyða með öðrum aðferðum en þessari. Vonandi verða betri lausnir til sem fyrst, bestu lausnirnar, en þangað til skoðum við að sjálfsögðu alla möguleika til þess að sem bestar niðurstöður fáist sem fyrst.