150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

bygging hátæknisorpbrennslustöðvar.

86. mál
[15:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að skamma fólk fyrir að taka ekki þátt í umræðum af einhverjum ástæðum við fyrri umr.? Að taka ekki þátt í umræðum er ekki merki um áhuga eða áhugaleysi eða neitt því um líkt. Að skamma fólk fyrir að taka ekki þátt í umræðunum út frá einhverju umhverfissjónarhorni og kalla það sýndarmennsku — það að gera þá tengingu að fullt af fólki sem hefur áhuga á umhverfismálum en tekur ekki þátt hafi þar með ekki áhuga á umhverfismálum — það er sýndarmennska, virðulegi þingmaður.