150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[14:53]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu og fagna þessum hátíðardegi, þetta er hátíðarstund. Mig langaði aðeins að velta upp framtíðinni og framtíðarsýn hv. þingmanns á veru okkar í EES. Mig langar að spyrja, ef ég mætti leyfa mér það, hvernig hv. þingmaður sér það fyrir sér. Verðum við ekki örugglega áfram í EES? Munum við ekki örugglega verða við einhverjum af þeim tillögum sem birtast í þessari skýrslu? Er það ekki okkar sameiginlegi skilningur að það hafi verið gott skref sem var tekið á hátíðarstundu á sínum tíma að gerast aðilar að EES?