150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[14:57]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég biðst afsökunar á því að hafa gerst svo djörf að spyrja að þessu, en mér var bara, hafandi ekki setið hér í þinginu undir allri orkupakkaumræðunni heldur verið áhorfandi úti í bæ, ekki alveg ljóst á hvaða vegferð Miðflokkurinn væri, sérstaklega gagnvart áframhaldandi veru okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Ég verð að biðjast afsökunar af því að það er afskaplega dónalegt að spyrja svona spurningar. En mér finnst bara mjög mikilvægt að þjóðin og þeir sem horfa á þessar útsendingar skilji hvert þingmenn eru að fara.