150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[16:59]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna sem var ágæt. Mig langar að spyrja hv. þingmann aðeins nánar út í tvö atriði. Í fyrra andsvari mínu ætla ég að spyrja út í stjórnarskrána. Hv. þingmaður talaði um að í einni tillögunni sem varðar stjórnarskrána komi fram að binda þurfi enda á stjórnlagaþrætur vegna EES-aðildarinnar og það þurfi annaðhvort að gera með því að viðurkenna að hún hafi áunnið sér stjórnlagasess eins og aðrar óskráðar stjórnlagareglur eða með því að setja inn ákvæði í stjórnarskrá. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi myndað sér skoðun á því hvor leiðin sé heppilegri, hvor leiðin sé færari og hvort hún sé nú þegar búin að mynda sér skoðun á því hvor leiðin sé betri.