150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[17:02]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður minntist á umhverfismálin og tengsl þeirra við EES-réttinn. Við þekkjum það að íslensk löggjöf á sviði umhverfismála er að stórum hluta reist á regluverki ESB sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Við erum með umhverfismat, förgun á úrgangi, vatnsvernd, eftirlit með mengandi starfsemi o.s.frv., og svo eru það loftslagsmálin. Við erum auðvitað ekki aðilar að ESB en við veljum okkur varðandi Parísarsamkomulagið að vera í samfloti með Noregi og ESB um sameiginlega framkvæmd á Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum til ársins 2030. Þetta hefur það í för með sér að Ísland á að hafa náð 29% samdrætti í losun utan ETS fyrir árið 2030.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sé sátt við þessa niðurstöðu, hvort hún sé sátt við að veljum þessa leið vegna þess að það var ekkert sjálfgefið að fara hana. Ég sakna þess svolítið að það hefur verið afskaplega lítil umræða um þetta. En þar sem hv. þingmaður ræddi umhverfismálin væri ágætt að draga það fram í umræðunni hvort hv. þingmaður sé ánægð og telji þetta í raun vera fullnægjandi.