150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[18:17]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég beið spennt eftir þeim hluta ræðunnar sem myndi fjalla um stjórnarskrármálefni. Ég kem því hingað upp í andsvar þar sem hv. þingmaður opnaði örstutt á þau. Í tillögunum eða þeim 15 úrbótapunktum sem birtast í skýrslunni er einmitt fjallað um stjórnlagaþrætur vegna EES-aðildarinnar og sagt að binda þurfi enda á þær, annaðhvort með því að viðurkenna að hún hafi áunnið sér stjórnlagasess eins og aðrar óskráðar stjórnlagareglur eða með því að skrá ákvæði um aðildina í stjórnarskrá. Þarna er bent á tvær leiðir sem þarf að kanna.

Ég veit að hv. þingmaður hefur mikið rætt um stjórnarskrármálefni og hefur ýmsar skoðanir á þeim. Hefur hv. þingmaður myndað sér afstöðu til þess hvort báðar þessar leiðir séu færar? Hvor leiðin hugnast þingmanninum betur?