150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[18:20]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta svar. Mig langar aðeins að spyrja hv. þingmann nánar út í stjórnskipunarvenju. Við erum alveg sammála um það að hér er þrískipting ríkisvaldsins og hún er tiltölulega vakandi í hugum þingmanna. En er þingmaðurinn, miðað við þetta svar, á þeirri skoðun að stjórnlagavenja eigi aldrei rétt á sér og sé aldrei til?