150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:38]
Horfa

Elvar Eyvindsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir frumvarpið og fagna því að verið sé að reyna að koma böndum á þessa hættulegu eða mjög svo vondu starfsemi sem allir eru sammála um. Ég velti því fyrir mér: Hefur farið fram vinna eða athugun á því á hvaða tímum og hversu hratt fólk er að taka þessi lán? Ég er að hugsa hvort mögulegt væri að neytendalán væru ekki veitt nema með kannski sólarhrings eða tveggja sólarhringa fyrirvara og mögulega með vitundarvottum eins og venjulega er þegar maður tekur lán. Mér segir svo hugur um að það gæti mögulega fælt talsvert frá þessari starfsemi ef slík tæknileg hindrun væri sett inn.