150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:41]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef nú mælt fyrir málinu og það fer nú til hv. efnahags- og viðskiptanefndar til þóknanlegrar meðferðar og ég býst við því að þetta verði einn þeirra þátta sem verði skoðaðir þar, hvort það eigi að bæta þessu við, ekki endilega þá á hvaða tíma sólarhrings heldur, eins og hv. þingmaður nefnir, með ákveðnum fyrirvara þar sem umsækjandi geti jafnvel hætt við áður en að lánið kemur í gegn.