150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:41]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. ráðherra hvort hún sé sammála því sem kom fram í Morgunblaðinu í morgun í viðtali við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, þar sem hann segir að þetta sé bara sniðið fyrir smálánafyrirtækin, þetta hafi engin áhrif á starfsemi smálánafyrirtækja og það þurfi að breyta þar ákveðnum hlutum og eitt af því eru vextir, yfir 50% vextir. Það eru ekki svo mörg ár, kannski eitthvað á annan tug ára, síðan þetta voru taldir okurvextir. Hvers vegna í ósköpunum getum við ekki bara miðað við að það eigi ekkert að vera hærri vextir en dráttarvextir? Það eru töluvert háir vextir. Ég spyr hvort hún sé ekki sammála mér í því að það væri bara ágætt að setja markið þar, hvort það myndi ekki eitthvað slaka á þessu.