150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:42]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst, til að svara fyrri spurningu þingmanns, þá er ég að sjálfsögðu ekki sammála því að þetta skili engum árangri eða gagnist ekki eða að smálánafyrirtæki fagni. Þá væri ég að sjálfsögðu ekki að leggja þessar breytingar til. Ég er viss um að þetta muni hafa áhrif og skila árangri. En þetta er ekki nóg og ég er alveg skýr með það, enda er þetta áfangi á leiðinni og fleiri aðgerðir boðaðar.

Spurningin um hvort 50% vaxtahlutfall sé ekki hátt — það er mjög hátt. Ég er alveg sammála hv. þingmanni, það eru okurvextir, þetta eru óhagstæð, óskynsamleg og vond lán. En það er ekki þar með sagt að hægt sé að láta þau hverfa eða eyða þeim og þess vegna erum við að reyna að finna leiðir, bæði til þess að tryggja það að fólk sé upplýst um hvaða ákvörðun það er að taka og að það sé ekki hægt að fara gegn þeim ramma sem við búum til. Við tökum ákvörðun um hvernig sá rammi lítur út. Þess vegna finnst mér skipta máli að við séum með rammann þannig að það bíti þá sem eru meðvitað að fara gegn lögunum en ekki þannig að ábyrgðin sé sett (Forseti hringir.) á annaðhvort opinbera stofnun eða neytandann sjálfan af því ég held að hitt sé skilvirkara.