150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[17:35]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka mjög skýr og greinargóð svör hv. þingmanns og vildi kannski bara aftur vonast eftir stuðningi innan efnahags- og viðskiptanefndar við afgreiðslu þessa máls, við að breyta því þannig að okkur takist að ramma inn þessi fyrirtæki sem ég held að við séum öll sammála um að eru óæskileg. Þau hafa allt of frjálsar hendur til athafna. Ég get ekki séð að þetta frumvarp gangi nógu langt og ég held að við ættum að taka frumvarpið frá hv. þm. Oddnýju Harðardóttur með og taka kannski það besta úr báðum þannig að úr verði ásættanleg samsuða sem myndi gera þessum fyrirtækjum virkilega erfitt að athafna sig. Það er það sem við þurfum að gera og það eru leiðir til þess. En þær eru ekki í þessu frumvarpi eins og það liggur fyrir núna þannig að ég fagna samstöðu þingmannsins.