150. löggjafarþing — 21. fundur,  17. okt. 2019.

aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja.

30. mál
[13:55]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Auðvitað geta skapandi krakkar gert þetta en við vitum að það eru ákveðnir hópar sem eiga við skrif- eða lesblindu að stríða og eiga erfitt með bókstafinn en þessir sömu einstaklingar brillera t.d. í tölvufræði og kvikmyndagerð og alls konar listum. Það ekkert sjálfgefið og eðlilegt að verið sé að pína þessa einstaklinga til að læra eitthvað sem þeir eiginlega ráða ekki við vegna lesblindu eða skrifblindu. Þeir ættu að geta fengið að einbeita sér nákvæmlega að sínum hæfileikum án þess að reka sig á þröskulda. Ég tel að þessir einstaklingar gætu blómstrað rosalega vel ef þeir fengju tækifæri til þess án þess að þurfa að leggja út í stóran kostnað til að læra.