150. löggjafarþing — 21. fundur,  17. okt. 2019.

sveitarstjórnarlög.

49. mál
[14:12]
Horfa

Ásgerður K. Gylfadóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir áhugaverða framsögu. Þetta er spennandi mál. En mig langar til að spyrja hvort þingmaðurinn hafi kynnt sér þá vinnu sem Samband íslenskra sveitarfélaga er í við að auka íbúalýðræði í sveitarfélögum landsins. Það hefur lengi verið vandamál að koma íbúunum, bara svona almennt, að almennum verkefnum sem sveitarfélögin eru að fást við. En þegar eitthvað stórt gerist, eins og þingmaður talaði um varðandi Reykjanesbæ, þá er gott að fólk geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri og að tekið sé tillit til þeirra. En svona almennt séð í þessu íbúalýðræðissamtali eru sveitarfélögin mjög misjöfn og misstór og það hefur gengið mjög erfiðlega á mörgum stöðum að fá góða þátttöku, t.d. á íbúafundum. Fyrsta spurningin er: Hefur hv. þingmenn kynnt sér þau verkefni sem eru í gangi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga?