150. löggjafarþing — 21. fundur,  17. okt. 2019.

sveitarstjórnarlög.

49. mál
[14:15]
Horfa

Ásgerður K. Gylfadóttir (F) (andsvar):

Ég þakka þingmanninum fyrir svarið. Þetta er áhugavert og örugglega bara gott að taka þetta núna á sama tíma og stefnumótun um málefni sveitarfélaga er í gangi og verið er að horfa á þennan vinkil því auðvitað þarf þetta allt að tala saman. Það er ekki nóg að segja bara A en ekki B og verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari vinnu, bæði í þessu máli og stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.