150. löggjafarþing — 21. fundur,  17. okt. 2019.

sveitarstjórnarlög.

49. mál
[14:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar spurningar. Tökum sem dæmi 200 manna borgarafund. Það er bara flottur fundur. Það er ekki sjálfgefið. Borgarafundur sem fyllir Háskólabíó er ekki sjálfgefinn. Það er ekki sjálfsagt að það sé hægt að gera það. Þá erum við kannski að tala um 200–500 manns. En þegar við erum komin í sveitarfélagið erum við farin að tala um 20.000. Það er stjarnfræðilega langt þarna á milli. Þess vegna segi ég að við eigum að hafa þessa tölu mun lægri til þess að lýðræðið nái fram að ganga og þar af leiðandi væri bara hið besta mál ef við gætum sammælst um einhverja tölu, bara að svona 200–300 manns gætu komið saman og knúið fram umræðu. Það væri eiginlega það besta í stöðunni.