Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

ástandið á Landspítalanum.

[15:08]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Ég hefði viljað fá skýrari svör um hvernig hæstv. ráðherra ætli að standa að því að færa þjónustu við sjúklinga á fleiri staði en nú er og ég hefði helst viljað heyra að hæstv. ráðherra vildi friðmælast við ýmis samtök og stofnanir sem sinna veigamiklum þáttum heilbrigðisþjónustunnar en eru í mörgum tilvikum fjársveltar og hafa, að því er virðist, liðið fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um aukna samþjöppun og vægast sagt mjög vinstri sinnaða stefnu í heilbrigðismálum. En ég ætla ekki að spyrja um það heldur ítreka fyrri spurningu mína: Hvernig hyggst hæstv. ráðherra bregðast við neyðarástandinu sem nú er ríkjandi? Af fréttum að dæma virðist það ekki þola nokkra einustu bið. Hvað hyggst hæstv. ráðherra gera til að bregðast við þessu ástandi strax?