150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

þjóðarsjóður.

243. mál
[15:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið, þó að ég sé ekki sammála því. En annað er að það á að sitja fimm manna stjórn yfir þessum sjóði. Þar sem við erum með á þriðja tug lífeyrissjóða þekkjum við af reynslunni kostnaðinn við að reka þá og hann er stjarnfræðilegur. Þetta virðast vera með hæstlaunuðu mönnum í þjóðfélaginu. Hvernig sér ráðherra fyrir sér kostnaðinn við þetta? Hver er kostnaðurinn? Jú, hann á að koma úr þessum þjóðarsjóði en hver er hann? Hver er reiknað með að verði heildarrekstrarkostnaðurinn, og þá líka með fjárfestingum, t.d. erlendis, og kostnaði við fjárfestingar erlendis? Er búið að átta sig á því hversu mikill þessi kostnaður verður og hvernig hann skiptist?