150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

þjóðarsjóður.

243. mál
[15:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ég hafi ekki misskilið neitt varðandi þennan sjóð eða málflutning hæstv. ráðherra. Ég heyrði ekki betur en að hæstv. ráðherra talaði í ræðu sinni áðan um að alþjóðastofnanir hefðu talað um hvað það væri góð hugmynd að stofna slíkan þjóðarsjóð. En er það ekki svo að í nýlegri skýrslu OECD er þessi sjóðsöfnun einmitt gagnrýnd? Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvernig hann svari gagnrýni OECD sem sett er fram í nýlegri skýrslu sem ég efast ekki um hæstv. ráðherra hefur lesið.