150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

þjóðarsjóður.

243. mál
[16:25]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir þessi svör og vil spyrja hann á móti. Við erum með sjóði og það þarf að ávaxta þá. Við erum ekki með það á hreinu hvernig við eigum að gera það. Það getur orðið tap á sjóðum þó að við fáum kannski til langframa gróða út úr fjárfestingum eins og lífeyrissjóðunum. En við höfum líka séð að þetta getur allt hrunið á einni nóttu. Mesti gróðinn hlýtur að vera að borga niður skuldir. Skuldlaus ríkissjóður hlýtur að vera miklu betur undir það búin að taka við áföllum. Við ættum að vera sammála um það. Ég myndi segja að alltaf þegar maður á peninginn hlýtur að vera betra að borga niður skuldirnar vegna þess að vextirnir munu alltaf vera hærri en innlánsvextir og þar af leiðandi spyr ég: Er ráðherra ekki sammála mér í því að það væri langbest að byrja á því að losa okkur við skuldir ríkissjóðs og síðan gætum við farið að safna í þjóðarsjóð?