150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

sviðslistir.

276. mál
[15:58]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrirspurnina. Það er alveg ljóst í mínum huga að það skiptir gríðarlega miklu máli að sviðslistir blómstri um land allt. Það sem við höfum verið að gera, bæði þessi ríkisstjórn og aðrar ríkisstjórnir, er að reisa menningarsali nánast um allt land og nú hjá þessari ríkisstjórn erum við að reisa menningarsali á Sauðárkróki og Egilsstöðum. Við erum með Hof á Akureyri. Til stendur að skoða menningarsal líka á Selfossi og þetta er kjörin aðstaða til að sviðslistir blómstri.

Varðandi sjóði og aðgengi hafa auðvitað allir landsmenn og allir listamenn sama aðgengi að sjóðum. Ég legg ríka áherslu á að allir nýti sér þá og sæki um til að efla listir um allt land.