150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

grænn samfélagssáttmáli.

31. mál
[16:49]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum að ræða tillögu til þingsályktunar um grænan samfélagssáttmála sem Píratar og Samfylkingin leggja fram. Ég styð það alveg heils hugar. Það er rosalega nauðsynlegt — (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞorS): Hv. þingmaður. Forseti biðst afsökunar á mistökum sem hann var að gera vegna þess að hv. 3. þm. Suðvest., Rósa Björk Brynjólfsdóttir, var búin að biðja um andsvar. Þetta er í annað skipti sem forseti reynir að hafa af henni andsvari í dag þannig að það er fullgróft, en nú veitir andsvar hv. 3. þm. Suðvest., Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Forseti biðst velvirðingar á þessu.)