Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu.

146. mál
[11:14]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Píratar hafa ekki stefnu um veru Íslands í Norður-Atlantshafsbandalaginu, NATO eins og það er oft kallað, og eru skiptar skoðanir innan hreyfingar okkar um veruna þar. Sú sem hér stendur er algjörlega andsnúin veru okkar í Norður-Atlantshafsbandalaginu. Þetta bandalag fremur ítrekað stríðsglæpi, ræðst inn á aðrar þjóðir, sprengir upp óbreytta borgara og þarf engum að standa reikningsskil fyrir það.

Af þeim sökum mun ég sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu en ég veit hins vegar að rétt eins og með mörg mál eru skiptar skoðanir um akkúrat þetta mál innan Pírata. Þar sem engin stefna er til staðar til að leiða okkur ætla ég að láta samviskuna leiða mig í þetta sinn.