Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu.

146. mál
[11:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Almennt er ég á móti stríðsbrölti en í þessu tilfelli og af gamalli reynslu — ég er orðinn það er gamall að ég man eftir NATO og Varsjárbandalaginu, þessum tveimur andstæðingum, Rússum og Bandaríkjamönnum, og þeirri ógn sem stafaði af þeim. Ég skil þessar litlu þjóðir þegar þær telja sig þurfa eitthvert skjól. Spurningin er bara hvort skjólið sé falskt. Við sjáum t.d. undarlegt mál með Tyrki í þessu og hvernig þeir geta hagað sér.

Ég mun þó styðja tillöguna vegna þess að ég skil hvers vegna viðkomandi þjóð, Norður-Makedónía, biður um að fá að koma inn í bandalagið.