150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu.

146. mál
[11:17]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langar bara til að vekja athygli á því að við erum ekki að greiða atkvæði um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Við erum að greiða atkvæði um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu að þessu bandalagi.

Ég virði sjálfsákvörðunarrétt þjóða, ég virði rétt Norður-Makedóníumanna til að sækja um aðild að þessu bandalagi og ég tel ekki ástæðu til að leggjast gegn því.