150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu.

146. mál
[11:18]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég þarf ekki að fara í löngu máli yfir afstöðu mína í þessu máli. Tveir hv. þingmenn Vinstri grænna hafa gert afstöðu okkar góð skil. Ég vil hins vegar segja að þó að við séum að fjalla um stækkun Atlantshafsbandalagsins með inngöngu Norður-Makedóníu fagna ég því að við séum að ræða í þingsalnum eðli og tilgang Atlantshafsbandalagsins almennt. Það gerum við ekki oft, nánast aldrei. Ég vonast innilega til þess að fleiri færi gefist, m.a. með framkomnum tillögum og vonandi fleirum, til þess að ræða þetta mikilvæga mál, hvort við viljum að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu, oftar í þingsal.