150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

árangur og áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs.

280. mál
[11:20]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég minni á að þetta er skýrslubeiðni sem var lögð fram og samþykkt á síðasta þingi en vegna þess hvernig fyrirkomulagið er á þingi þarf að leggja skýrslubeiðnina fram aftur. Ég tek þetta bara fram til að þingmenn átti sig á því að beiðnin var samþykkt á síðasta þingi.