150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

bætur vegna ærumeiðinga.

278. mál
[12:58]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og vona heitt og innilega að þessi vinna fari í gang. En mér finnst alltaf einhvern veginn að við séum að byrja á öfugum enda. Ég held að þarna hefði verið betra að byrja á því að sjá til þess að þetta breyttist. Ég skil ekki af hverju er liðið heilt ár og ekkert breytist, ekki neitt.

Það er annað sem ég skil ekki sem er að það skuli vera til eignarhaldsfélag eins og Fons Juris. Þar er hægt að fara inn og ná í þessar upplýsingar, fara inn á kennitölu, á nafni, á heimilisfangi. Mér finnst það grafalvarlegt mál. Ég veit til þess að búið er að dæma í svona málum þar sem birtar voru persónuupplýsingar um einstakling sem var öryrki. Mér finnst að við hefðum átt að byrja þarna. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki byrjað heldur förum við í staðinn að búa til lög um bætur vegna ærumeiðinga. Við ættum að byrja á því að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita sér bóta.