150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

stjórnarskipunarlög.

279. mál
[16:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekkert efnislega að setja út á ræðu hv. þingmanns en vegna þess að hv. þingmaður nefndi mig sérstaklega á nafn langar mig að leiðrétta eitt sem misfórst aðeins. Ég las ekki stjórnarskrána þegar ég byrjaði að lesa heldur var á ég táningsaldri þegar ég las hana í fyrsta sinn ásamt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og annað efni sem gerir táning jafnan óþolandi eins og sá sem hér stendur var. Ég býst ekki við neinu svari frá hv. þingmanni. Mig langaði bara að þetta kæmi fram, mér fannst ekki við hæfi að bera af mér sakir vegna þess að þetta voru ekki miklar sakir, en mér fannst rétt að hafa þetta á hreinu.