150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

stjórnarskipunarlög.

279. mál
[16:23]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst velvirðingar, ég skildi ræðu hv. þingmanns eins og hann væri að tala um að frá táningsaldri og allt frá því að hann fór að lesa, þannig að ég hélt að þetta væri frá því að hann lærði að lesa en ekki lesa stjórnarskrána. En aftur verð ég að viðurkenna barnaskap minn og kæruleysi. Ég var ekki svona ábyrgt ungmenni eins og hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson. Þegar ég var unglingur var ég að dunda mér við annað en að lesa stjórnarskrána.